Um verkefnið
Tuttugutær er ný vefverslun sem sérhæfir sig í vörum fyrir tvíbura. Verkefnið fólst í að hanna heildrænt sjónrænt útlit þar sem logoið er í aðalhlutverki – með hjartaformi sem mótar bókstafinn „æ“ og táknar samkennd og tengsl. Til að styðja við þessa hugmynd var þróuð hlý og jarðbundin litapalletta með mjúkum hvítum, náttúrulegum brúnum og lifandi appelsínugulum sem aðallit. Útkoman er notendavæn vefverslun sem endurspeglar bæði hlýju og sérstöðu vörumerkisins.








