Um verkefnið
Sunnuhlíðarsamtökin reka íbúðir fyrir 60 ára og eldri og hafa verið mikilvægt afl í Kópavogi frá árinu 1979. Gamla vörumerkið þeirra endurspeglaði ekki lengur starfsemina og var kominn tími á endurnýjun. Markmiðið var að skapa nútímalegt og hlýlegt merki sem undirstrikar helstu gildi samtakanna: samfélag, öryggi og lífsgæði.
Við hönnunina var notast við þak sem vísar í skjól og heimili, sól sem stendur fyrir hlýju og bjartsýni, og geisla sem tákna stuðning aðildarfélaganna. Nýja merkið, litapalletta og leturval mynda heildrænt kerfi sem er skýrt, faglegt og nær að sameina rætur samtakanna við nútímalega ásýnd








