Yellow Flower
Yellow Flower

HFIT Þjálfun

HFIT Þjálfun

Um verkefnið

HFIT er þjálfunar- og næringarprógramm með rætur í CrossFit. Verkefnið snerist um að skapa heildrænt vörumerki sem sameinar kraft, seiglu og samfélag – þrjá hornsteina sem endurspegla bæði þjálfunina og menninguna í kringum hana. Við sóttum innblástur í íslenska náttúru og goðafræði, sérstaklega úlfana Sköll og Hati, sem tákna bæði þrautseigju og endurheimt. Þannig varð til sjónræn ímynd sem tengir saman styrk og jafnvægi, og leggur áherslu á að þjálfun sé ekki aðeins erfið vinna heldur líka ferli sem byggir á hvíld og endurheimt.


Höhnun sá um alla hönnun vörumerkisins: aðal- og aukalogo, litapallettu, leturval og stílleiðbeiningar. Logoið var teiknað frá grunni með sterka táknmynd sem stendur jafnt ein og með texta, og hentar því vel á fjölbreyttan flöt – frá samfélagsmiðlum til fatnaðar. Litaumhverfið er einfalt og sterkt, með svart, hvítt og grátt sem grunn, ásamt tunglgulum sem highlight, og er sveigjanlegt til að aðlagast þörfum í framtíðinni. Útkoman er sjónrænt kerfi sem er bæði öflugt og fjölhæft, og styður við markmið HFIT: að veita iðkendum innblástur til að leggja sig fram og ná árangri með stuðningi frá sterku samfélagi.

Viðskiptavinur

Viðskiptavinur

Hfit þjálfun

Hfit þjálfun

Verkefni

Verkefni

Hönnun á vörumerki, samfélagsmiðlar

Hönnun á vörumerki, samfélagsmiðlar

Ár

Ár

2023

2023

Fleiri verkefni
Ada konur sími hönnun ui ux
Ada konur sími hönnun ui ux
Ada konur sími hönnun ui ux

ADA Konur

vidore hárstudio vefsíða hönnun
vidore hárstudio vefsíða hönnun
vidore hárstudio vefsíða hönnun

ViDoré Hárstúdíó

sunnuhlíðarsamtökin fáni
sunnuhlíðarsamtökin fáni
sunnuhlíðarsamtökin fáni

Sunnuhlíðarsamtökin